Verkefnastjóri vefmiðla
Umsóknarfrestur 14.09.2025
Fullt starf
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hámarka notendavæna upplifun viðskiptavina í vefverslun og á vefsíðu Garra.
- Viðhalda tæknilegri virkni vefmiðla og vinna með þjónustuaðilum.
- Fylgja eftir nýjustu straumum í veflausnum og vinna að úrbótum og nýjungum.
- Uppfæra og viðhalda vöruskrá.
- Tryggja samræmda ásýnd og að útlit vefmiðla Garra endurspegli ímynd fyrirtækisins.
- Hámarka innri leitarvél.
- Leitarvélabestun og leitarvélamarkaðssetning með auglýsingastofu.
- Auglýsingar, vefborðar, textaskrif og annað efni í vefmiðlum.
- Greina gögn til að meta árangur og gera tillögur að úrbótum.
- Ýmis tilfallandi verkefni er tengjast markaðs- og vefmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af stjórnun vefverslunar, stafrænum verkefnum eða sambærilegum verkefnum.
- Brennandi áhugi á veflausnum.
- Þekking og reynsla af notendaupplifun.
- Þekking á SEO og SEM, sem og hagræðingu innri leitarvéla fyrir vefverslanir.
- Góð greiningarhæfni.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæm vinnubrögð.
- Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg, bæði rituðu og töluðu máli.
Fríðindi
- Afsláttur af vörum Garra
- Íþrótta- og sálfræðistyrkur
- Árleg heilsufarsmæling og ráðgjöf
- Mötuneyti með fjölbreyttum og hollum mat
- Öflugt starfsmannafélag
Tengiliður
hulda@garri.is