Logo

Garri óskar eftir starfsmanni í vöruhús!

Umsóknarfrestur 05.05.2025

Viltu verða hluti af frábæru teymi? Við leitum að öflugum og jákvæðum einstaklingi í framtíðarstarf sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum, býr yfir metnaði til að veita framúrskarandi þjónustu og hefur góða öryggisvitund. Hjá okkur færðu tækifæri til tileinka þér nýja færni og starfa í skemmtilegu og stuðningsríku umhverfi þar sem heiðarleiki, áreiðanleiki og ástríða eru höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Tiltekt á vörupöntunum
  • Afgreiðsla pantana til viðskiptavina
  • Þrif og frágangur
  • Önnur tilfallandi verkefni í vöruhúsi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og jákvæð framkoma
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Góð öryggisvitund
  • Snyrtimennska og góð umgengni
  • Áhugi og metnaður í starfi
  • Stundvísi, nákvæmni og áreiðanleiki
  • Góð færni í íslensku og/eða ensku

Fríðindi

  • Afsláttur af vörum Garra
  • Íþróttastyrkur eftir sex mánaða starf

Við leggjum okkur fram um að skapa vinnustað þar sem starfsfólk okkar upplifir traust, stuðning og tækifæri til að skara fram úr – allt á sama tíma og við njótum þess að hafa gaman saman!

Tengiliður

karl@garri.is