Þjónustufulltrúi í vöruhúsi
Umsóknarfrestur 09.07.2025
Fullt starf
Við leitum að öflugum og jákvæðum einstaklingi til starfa í afgreiðslu vöruhúss Garra sem nýtur þess að vera í fjölbreyttum verkefnum, býr yfir metnaði til að veita framúrskarandi þjónustu og hefur góða skipulagshæfni. Hjá okkur færðu tækifæri til tileinka þér nýja færni og starfa í skemmtilegu og stuðningsríku umhverfi þar sem heiðarleiki, áreiðanleiki og ástríða eru höfð að leiðarljósi. Vinnutími er frá kl. 07 - 16 og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta og taka á móti viðskiptavinum og gestum sem koma í vöruafgreiðslu Garra
- Afgreiðsla og bókun reikninga
- Svara tölvupóstum og símtölum- leysa úr þeim málum sem á borða berast
- Öflugt samstarf við aðrar deildir innanhúss og bílstjóra Garra
- Vakta pantanir í Dynamics Ax og tryggja afhendingar innan tímamarka
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund, jákvæð framkoma og lausnamiðuð hugsun.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Skipulags- og aðlögunarhæfni
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Góð tölvukunnátta
Fríðindi
- Afsláttur af vörum Garra
- Íþróttastyrkur eftir sex mánaða starf
- Gott mötuneyti
- Frábærir samstarfsfélagar
Við leggjum okkur fram um að skapa vinnustað þar sem starfsfólk okkar upplifir traust, stuðning og tækifæri til að skara fram úr – á sama tíma og við njótum þess að hafa gaman saman!